Bílarnir sem þola E10, listinn

Hér er athyglisverð grein um E10 (10% etanól). Bæði útlistar hún margar þær bíltegundir sem framleiðendur treysta til að keyra þessa blöndu, sem og útskýrir hvaða afleiðingar etanólnotkunin hefur.

Ég vildi óska þess að menn beindu athyglinni að hinu raunverulega vandamáli í staðinn fyrir að tala endalaust um fólksbíla.

Vandinn er að koma fólki þaðan sem það er, til þess staðar sem það ætlar. Bifreiðin er aðeins ein leið til þess, bæði dýr og frá umhverfissjónarmiðum  mjög óskilvirk og óhagstæð.


mbl.is Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MSN Live: There is no escape

Þar kom að því, eftir að hafa afþakkað pent Windows Live Messenger um langt skeið þá kom að því að mér var meinað að skrá mig inn nema uppfæra. Ég hef dregið það í lengstu lög, einfaldega af því að Messenger 7 fullnægði mínum þörfum hvað spjallsamskiptin varðaði - og mér þykir afskaplega vænt um minnið mitt. Errr, ég meina tölvunnar.

Minnisnotkun nýjasta Messenger er því komin upp í heil 54 MB hjá mér. Ég er þó þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með 2GB, sem væri nokkuð rúmt ef ég væri ekki með nokkur þróunarumhverfi keyrandi á vélinni. Það þarf vart að taka það fram að ég er á XP Pro. Ég væri búinn að skaða sjálfan mig á milljón vegu ef ég þyrfti að keyra Vista á þessari vél. Hún er orðin þriggja ára og ber aldurinn vel, ekki síst því að þakka að ég hef í tvígang stækkað minnið í vélinni.

Ég neita því þó ekki - sssshhh - að ég lít hýru auga til Dual Core vélanna. Hugsanlega verður næsta vélin mín annað hvort Quad-Core eða 45 nm Penryn - það stefnir í að hvoru tveggja verði að veruleika í fartölvunum, hið síðarnefnda þó fyrr.

Eftir að hafa tvöfaldað stærðina á disknum þá ég hef ég loksins aftur pláss til að lauma Linux inn, í þetta skiptið held ég að Ubuntu verði fyrir valinu frekar en Suse. Ég er afskaplega veikur fyrir Beryl, eða Compiz Fusion eins og það heitir í dag. Microsoft Vista á ekkert í það þegar kemur að augnakonfekti. Nammi!


Nolo Contendere - að snúa hlutum í andhverfu sína

"Nolo contendere" er gamall frasi í lagaheiminum sem Sigurgeir er þarna að beita fyrir sér - með þessu er hann einfaldlega að koma í veg fyrir fordæmisgildi þessarar niðurstöðu og koma í veg fyrir að menn bendi á þessa greiðslu sem viðurkenningu Hótel Sögu á að þeir hafi haft rangt við (þó flestum megi ljós vera að svo sé).

 Mér finnst það annars mjög ankannalegt hvernig og hversu margir hafa lagt hönd á plóginn við að styrkja klámiðnaðinn svona veglega, og þá á ég ekki bara við forsvarsmenn Hótel Sögu heldur alla sem sýndu þessu fólki þvílíka fordóma og lögðu sig fram við að leggja stein í götu þeirra.

Ég velti því líka fyrir mér hvort Hótel Saga hefði ekki einfaldlega geta veitt tekjunum af gistingunni til styrktar góðu málefni, eins og t.d. fórnarlömbum kynferðisofbeldis? Ég er viss um að þetta fólk hefði verið mjög ánægt að leggja því málið lið.

Og hver vill mótmæla því að Íslandsdvöl geti haft mannbætandi áhrif...? 


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Windows Vista XP downgrade

Æ fleiri tölvur  koma nú með Windows Vista. eins mikið og gert hefur verið úr því þá er afraksturinn ekkert sérstaklega spennandi. Því er þó verr að möguleikar til að 'downgrade'-a, hafi tölvan komið með Vista, bara í boði þeim sem fengið hafa Vista Business og Ultimate. Öðrum býðst einungis þeir kostir að lifa með Vistunni eða kaupa XP Pro fyrir 15-20 þúsund krónur.

Eins og segir í word skjali hjá Microsoft: 

"Rights to OEM versions of systems software are granted in the OEM License Terms. The OEM License Terms for most OEM versions of systems software do not grant downgrade rights. The exception is the OEM License Terms for Microsoft Windows XP Professional, Windows Vista Business, and Windows Vista Ultimate, which grant downgrade rights. See the full text of the OEM License Termsfor the specific downgrade rights." 

Fyrir þann pening er svo alveg eins hægt að 'uppfæra' upp í Windows Vista Ultimate, og 'downgrade'-a síðan niður í XP Pro. Kosturinn við þá leið er að geta haldið sér í XP Pro en eiga inni leyfi fyrir Vista ef eitthvert vit er í því síðar meir að skipta í það.

Fyrir Microsoft þá skráist þetta svo sem Vista sala og bætir því sölutölur þess. Allir 'græða'...

 Eða þannig.


Coke með Zero E211?

E211 er að finna meðal annars í Sprite, Fanta, Sunkist, Dr Pepper og Coke Zero. Venjulegt Coke er án aspartams, og ef hægt er að taka umbúðirnar trúanlegar, einnig E211 frítt.

Hvað varðar E211, eða Sodium Benzoate, eins og það heitir, þá er það að vísu að finna í náttúrunni í trönuberjum, sveskjum, kanil og eplum. Allt er þetta þó spurning um magn og samsetningar. Það er jú vitað að blanda E211 og C-vítamíns getur myndað krabbameinsvaldandi efni.

Leyfilegt magn E211 í Bandaríkjunum er 0.1% af þyngd vöru, og þó getur magn þess í lífrænt ræktuðum trönuberjum og sveskjum hugsanlega farið fram úr þeim mörkum.

Sjálfur vil ég helst hafa sem minnst af aukaefnum. Hvað veldur því síðan að sumir gosdrykkir innihalda það en aðrir gosdrykkir ekki, átta ég mig ekki á.

 


mbl.is Ný rannsókn: Rotvarnarefni í gosdrykkjum gæti haft skaðleg áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líftíminn stuttur

 Þetta hentar tískufatnaði einstaklega vel, því það sem ekki kemur fram í fréttinni er að um er að ræða svokallaðan OLED skjá. O-ið stendur fyrir Organic, þ.e.a.s. lífrænt, og þó allt sé vænt sem vel er grænt þá veldur það hér vanda.

Líftími blárra OLED pixla er ekki nema 5.000 klst. í dag - það er um sjö mánuðir við fulla notkun, og innan við 2 ár með 8 tíma daglega notkun.

Á hinn bóginn hafa OLED skjáir óneitanlega kosti, þeir hafa m.a.  hafa ekki eins takmarkað sjónarhorn og LCD skjáir, og geta sýnt alvöru svartan lit.

Það gera þeir straumlaust þar sem ólíkt venjulegum flatskjám sem nota baklýsingu þá er engin slík í OLED skjám, pixlarnir sjálfir geisla út litnum. Venjulegir flatskjáir senda baklýsinguna í gegnum litaða pixla sem breyta þannig litnum á pixlunum.


mbl.is Sjónvarp í föt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erase and Rewind

Microsoft stærir sig af mikilli sölu en staðreyndin er þó sú að þessar tölur eru villandi.

Það er nefnilega ekki eins og neytendur hafi alltaf um að velja að fá áfram XP með nýjum tölvum kjósi þeir svo. Stórfyrirtækin aftur á móti hafa áskriftarsamninga og geta tölvudeildir þeirra einfaldlega straujað vélarnar og skellt gamla XP Pro yfir í staðinn fyrir Vista.

Að launum uppskera þeir minni vandamál því reklavandinn er skæður. Nógu erfitt er að fá Vista rekla fyrir vélbúnað sem enn er framleiddur, svo ég tali nú ekki um þann vélbúnað sem hætt er að framleiða og þann sem framleiðendur hafa hætt að styðja.

Svo má nefna óþægilegar staðreyndir varðandi orkuþörf Vista - bæði krefst Vista meira minnis (er furða að demo-vélar MS hafi verið með 4GB?) og meiri vinnslugetu af skjákortinu, ætli menn sér að nýta aðalsölupunkt nýja stýrikerfisins.

Ég leit á Vista í tölvuverslun um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum. Öll þessi bið og mæring og í raun er lítið sem eftir situr annað en örlítið augnakonfekt; nýja skráarkerfinu sem átti að koma með Vista var hent út og það á við um fleiri nýjungar sem birtast áttu í Vista.

Ég held ég skoði í fyrsta lagi Vista uppfærslu að ári - en eins og er er ekkert sem þrýstir á uppfærslu.


mbl.is 40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband