Gengið 'styrkist', en hver er veltan?

Fréttir af þróun gengis hafa lítil áhrif á mig, því ævinlega koma engar upplýsingar fram um veltuna, né hvort Seðlabankinn sé að grípa inn í.

Mér þykir því lítið mark takandi á þessu skráðu gengi.

Svo maður tali nú ekki um gjaldeyrishöftin...


mbl.is Bandaríkjadalur niður fyrir 120 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og Hitler málaði rósir

Fréttin um málarameistarann Pútin fannst mér fyndið þar sem Hitler var á sínum tíma fátækur listmálari þar til hann fann sína, 'sönnu köllun'.

Harlan Ellison skrifaði á sínum tíma - 'live', í útvarpsþættinum 25 (mætti sem sagt með ritvélina) einmitt sögu með þessum titli, "Hitler Painted roses". Sagan birtist í smásagnabók hans Strange Wine, og í þessari sögu tekur Hitler upp þetta hobbí í Helvíti.


mbl.is Pútín málar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útúrsnúningar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Á bloggsíðu sinni snýr Sigmundur út úr, slítur úr samhengi og falsar orð höfunda skýrslu um Innistæðutryggingasjóð.

Hann 'vitnar' með eftirfarandi í skýrsluna:

"... er kerfið sem komið var á í Frakklandi, eins og í flestum löndum sem hafa formleg innistæðutryggingakerfi, ekki til þess ætlað að fást við kerfiskrísu.”

En þvert á móti, þá segir í skýrslunni: "... the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."

(feitletrun mín)

Ég geri ráð fyrir að hann kjósi að lesa út úr þessu það sem hann helst vill heyra, en í mínum huga er þetta alls engin staðfesting. Í besta falli taka þeir ekki afstöðu til þessa, en sjálfur les ég þetta þannig að það komi í hlut ríkisins að taka á vandanum við þessar aðstæður.

Í fyrsta lagi, ef þá eru skýrsluhöfundar að benda á að ef kerfislæg hrun ber að, dugi sá stakkur sem Evrópusambandið hafi sniðið Innistæðutryggingasjóði ekki til að kerfið valdi hlutverki sínu óstuddur.

Í öðru lagi er alveg eins hægt að líta svo á að þeir séu þar með að gefa í skyn að kerfið eins og það er í Frakklandi og öðrum löndum með tryggingasjóð dugi ekki til ef stór skellur verður, og má þá e.t.v. túlka sem gagnrýni á tilskipunina að því marki að hún gangi e.t.v. ekki lengra. 

Persónulega er ég hissa á að ríkisstjórnin neiti því að við þurfum að borga þessa lágmarksinnistæðu.

Ég hvet alla til að lesa lögin sem gilda um Innistæðutryggingasjóð: http://www.tryggingarsjodur.is/modules/files/file_group_26/log/log-98-1999-isl.pdf

Þar kemur skýrt fram greiðsluábyrgð okkar:

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð
tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá
greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Þetta hefur alla tíð verið ljóst, alveg sama hvað menn reyna að tala sig bláa um annað.

Samkvæmt II. kafla innistæðutryggingasjóðslaga þá lítur út fyrir að bankar og sparisjóðir muni auk þess þurfa að borga nú í mars væna summu (sem er þó bara dropi í skuldahafið sem orðið er):

"allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, sbr. þó viðmiðunarmörk skv. 1. málsl."

Í næstu málsgrein er ljáð máls á greiðslu sem kemur til í mars:

"Nái heildareign deildarinnar samt ekki tilskildu lágmarki skal hver viðskiptabanki og
sparisjóður leggja fram ábyrgðaryfirlýsingu."

Hvenær eiga Nýi Landsbanki, Glitnir/Íslandsbanki og Kaupþing að greiða?

"Nýr viðskiptabanki eða sparisjóður skal greiða sérstaklega til deildarinnar 1. mars ár hvert
frá því að hann hefur starfsemi hér á landi 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í
hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári þar til lágmarki skv. 1. mgr. er
náð."


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veittu fólki lán en tóku ekki áhættu

Setjum þetta í samhengi. Frá því 2006, ef ekki löngu fyrr, hefur bönkum verið fullljóst að krónan var ofmetin, og ég man ekki betur en nokkrir stjórnendur bankanna hafi sagt það. Þó héldu þeir áfram að bjóða myntkörfulán til sinna skjólstæðinga.

Þeir sáu að það var meiri fengur í erlendri mynt, en til þess þurftu þeir að losa sig við krónurnar sínar til einhverra aðila á móti.

Í landi hárra vaxta sáu fjármálafyrirtæki einnig fram á stjarnfræðilegan hagnað með því að taka að láni í Japan og öðrum lágvaxtaríkjum fé, og lána hér innanlands á mun hærri vöxtum. Því meira sem lánað var því meiri var hagnaðurinn.

EN....

"blessuð krónan, hvað ef hún fellur? Ekki mun hún styrkjast, útflutningsatvinnuvegir þola varla sterkari krónu."

Hvað er þá til ráða?

Einfalt.

Fjármálafyrirtækin einfaldlega lánuðu í erlendri mynt, og vörpuðu þannig gengisáhættunni yfir á viðskiptavininn, sem var þannig orðinn að gjaldeyrisspákaupmanni án þess að hafa til þess nokkra menntun.

Þetta gat bara ekki klikkað.

Löglegt? Ja, er það ekki...?


mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lagalega séð fölsunarmál?

Ég velti fyrir mér lagalegu hliðinni á þessu. Getur það talist fölsun þegar ekki er til staðar 10.000 kr. seðill hér á landi, hvað þá í líkingu við téðan seðil?


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beinagrindur í bönkunum

Í júlí bárust fréttir af veðköllum fjármálafyrirtækja. Í kjölfar bankahrunsins hefur þögnin á þessu sviði komið mér á óvart. Er Fjármálaeftirlitið of upptekið við að leysa stærri vandamál innan bankanna? Kannski er það út af beinagrindunum sem mig grunar að séu faldar í 'eignum' bankanna. Ég hef svosem ekkert haldbært fyrir mér í þessu, en einhvern veginn grunar mig að þónokkrir hluthafar í bönkunum séu eignalaus eða eignalítil einkahlutafélög sem hafi ekki aðrar eignir en hlutafé í bankanum sem veðsett er í láni hjá bankanum á móti. Fyrir eiganda einkahlutfélagsins þá var þetta kjörstaða: möguleikar á miklum gróða, með lítilli áhættu (fyrir utan stofnkostnað einkahlutafélagsins). Spurningin er hvaða veðhlutfall bankarnir voru tilbúnir til að samþykkja í eigin bréf. Ekki er hægt að krefja eiganda hlutafélagsins um skuldir þess, og þar sitja þau betur en Jón Jónsson sem kaupir þau út á sína kennitölu. Ef eitthvað er hæft í þessum getgátum, þá þýðir það að 'góðu' fréttirnar eru þær að allt hlutafé hluthafa er ekki tapað, þar sem það var aldrei greitt. Slæmu fréttirnar eru þær að eignir bankanna eru að einhverju leyti ofmetnar...

Miðað við 305kr/€ þá gæti bílasalan kannski orðið góð


Þetta mun hjálpa einhverjum hér, ekki síst kaupleigufyrirtækjunum sem munu annars sitja uppi með enn meira magn bíla á næstunni.

Verst er fyrir þá aðila sem hugsa sér að selja til útlanda sú staðreynd er markaðurinn úti er líka afskaplega dapur vegna kreppunnar sem er að herja á heiminn allan. Ekki bara Ísland. Salan hefur dregist saman og dæmi um að bílaframleiðandi hafi lokað a.m.k. einni verksmiðju í Evrópu, og að annar hafi haft vikulokun í verksmiðju til að draga úr framleiðslu.


mbl.is Undirbúa bílasölu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tjah, fyrstir ...

Tímasetningin er skemmtileg, s.l. föstudag, þegar 23andme.com, fyrirtæki sem Anne Wojcicki, eiginkona Sergei Bryn yfirGooglara stofnaði, mun á mánudaginn bjóða upp á sömu þjónustu og meira til. Það mun reyndar kosta 14 dollurum meira hjá 23andme en á móti kemur að decodeme auglýsir þetta sem 'introductory price'. 

Google lagði 3.9 milljónir dollara í fyrirtækið - sem er að sjálfsögðu 'peanuts' miðað við það sem landinn hefur lagt í decode. Eitthvað segir mér að það eigi eftir að skila sér betur til Google ...


mbl.is ÍE ætlar að færa erfðafræði nær almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem betur fer, eða þannig

Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi, en hvað myndi jú gerast ef þau héldu því áfram? Ekki er það skárri kostur, því með auknum koltvísýringi í hafinu verður það súrara. Ef þið vitið hvað sykur og kolsýra gera tönnunum (t.d. Coca Cola...) þá hafið þið e.t.v. einhverja hugmynd um hvaða áhrif það hefur á lífríkið í sjónum, t.d. kóralrif, eins og þessi grein á WashingtonPost.com bendir á.

Það er þó skárra að dæla þessu niður í bergið eins og menn eru að spá í að gera hér á landi frekar en að fara dæla sérstaklega CO2 í höfin og gera þau enn súrari.


mbl.is Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband