Erase and Rewind

Microsoft stærir sig af mikilli sölu en staðreyndin er þó sú að þessar tölur eru villandi.

Það er nefnilega ekki eins og neytendur hafi alltaf um að velja að fá áfram XP með nýjum tölvum kjósi þeir svo. Stórfyrirtækin aftur á móti hafa áskriftarsamninga og geta tölvudeildir þeirra einfaldlega straujað vélarnar og skellt gamla XP Pro yfir í staðinn fyrir Vista.

Að launum uppskera þeir minni vandamál því reklavandinn er skæður. Nógu erfitt er að fá Vista rekla fyrir vélbúnað sem enn er framleiddur, svo ég tali nú ekki um þann vélbúnað sem hætt er að framleiða og þann sem framleiðendur hafa hætt að styðja.

Svo má nefna óþægilegar staðreyndir varðandi orkuþörf Vista - bæði krefst Vista meira minnis (er furða að demo-vélar MS hafi verið með 4GB?) og meiri vinnslugetu af skjákortinu, ætli menn sér að nýta aðalsölupunkt nýja stýrikerfisins.

Ég leit á Vista í tölvuverslun um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum. Öll þessi bið og mæring og í raun er lítið sem eftir situr annað en örlítið augnakonfekt; nýja skráarkerfinu sem átti að koma með Vista var hent út og það á við um fleiri nýjungar sem birtast áttu í Vista.

Ég held ég skoði í fyrsta lagi Vista uppfærslu að ári - en eins og er er ekkert sem þrýstir á uppfærslu.


mbl.is 40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Kunningi minn bað mig um að aðstoða sig við val á nýrri tölvu um daginn. Fórum beina leið í Tölvulistann þar sem ég benti honum á ágætt tilboð sem hentaði hans þörfum vel. Svo sá ég Vista merkið. "Er möguleiki að skipta Vista út fyrir XP?" spurði ég. "Nei, ekki nema þú borgir aukalega fyrir það." Þó er verðið á stýrikerfinu innifalið í heildarupphæðinni fyrir. Þá varð ég verulega dapur.

Úr varð að við létum okkur Vista lynda. Báðum einnig um þráðlaust netkort í tölvuna. Það varð að sérpanta þar sem engir reklar voru til staðar fyrir þau kort sem til voru á lager hér norðan heiða sem og í höfuðborginni. 

Vista, eins og það kemur fyrir úr kúnni, þykir mér einstaklega óaðlaðandi og óþægilegt í notkun. Aero þemað er bara skelfilegt, ef satt skal segja. Sem betur fer er mögulegt að velja "Windows Classic" þemað, sem lækkar minnisnotkunina umtalsvert. Alls ekki nóg, en þó svolítið. Eflaust er hægt að breyta ýmsum stillingum öðrum til að létta ögn á vélbúnaðinum. En það er eflaust agnarsmár minnihluti tölvunotenda sem hefði þekkingu til þess.

Sigurður Axel Hannesson, 26.5.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í vinnunni uppfærðum við úr Office 2003 í Office 2007.  Ég finn ekki betur en tölvan hafi hægt verulega á sér og að öll vinnsla í Office forritunum sé verulega þyngri. Tölvan (HP Compaq) er frá því haust, um 3GHz, 1GB RAM,  og með XP stýrikerfi.   Ekkert mjög ánægður.

Ágúst H Bjarnason, 27.5.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband