Færsluflokkur: Matur og drykkur

Rányrkja eða sveppabúskapur?

Ekki veit ég hvort aðrar forsendur eru hér á Íslandi, en samkvæmt mínum 'kokkabókum' þá á alltaf að nota sveppahníf til að skera sveppina frekar en að rífa þá upp.

Ef þeir eru rifnir upp, er hætt við því að sveppavefurinn (mycelium) undir sveppnum skaðist.

Ef sveppurinn er á hinn bóginn skorinn, þá getur annar sveppur vaxið upp af því, jafnvel sprottið innan nokkurra daga í tilfelli sumra sveppategunda.

Góð umgengni við auðlind er lykilatriði í nýtingu þeirra. Hver svo sem hún er.


mbl.is Sveppatínsla frábært fjölskyldusport
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Coke með Zero E211?

E211 er að finna meðal annars í Sprite, Fanta, Sunkist, Dr Pepper og Coke Zero. Venjulegt Coke er án aspartams, og ef hægt er að taka umbúðirnar trúanlegar, einnig E211 frítt.

Hvað varðar E211, eða Sodium Benzoate, eins og það heitir, þá er það að vísu að finna í náttúrunni í trönuberjum, sveskjum, kanil og eplum. Allt er þetta þó spurning um magn og samsetningar. Það er jú vitað að blanda E211 og C-vítamíns getur myndað krabbameinsvaldandi efni.

Leyfilegt magn E211 í Bandaríkjunum er 0.1% af þyngd vöru, og þó getur magn þess í lífrænt ræktuðum trönuberjum og sveskjum hugsanlega farið fram úr þeim mörkum.

Sjálfur vil ég helst hafa sem minnst af aukaefnum. Hvað veldur því síðan að sumir gosdrykkir innihalda það en aðrir gosdrykkir ekki, átta ég mig ekki á.

 


mbl.is Ný rannsókn: Rotvarnarefni í gosdrykkjum gæti haft skaðleg áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband