Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Borgarahreyfingin orðin pólitísk?

Svo virðist sem þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli sér að nota ESB málið sem skiptimynt í Icesave málinu.

Þetta hljómar í mínum eyrum sem að pólitík sé að taka við af því ópólitísku hugsjónastarfi sem  Þráinn Bertelsson Borgarahreyfingarþingmaður talaði svo um fyrir kosningar.

Hvað næst?


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útúrsnúningar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Á bloggsíðu sinni snýr Sigmundur út úr, slítur úr samhengi og falsar orð höfunda skýrslu um Innistæðutryggingasjóð.

Hann 'vitnar' með eftirfarandi í skýrsluna:

"... er kerfið sem komið var á í Frakklandi, eins og í flestum löndum sem hafa formleg innistæðutryggingakerfi, ekki til þess ætlað að fást við kerfiskrísu.”

En þvert á móti, þá segir í skýrslunni: "... the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crises, for which other measures are needed."

(feitletrun mín)

Ég geri ráð fyrir að hann kjósi að lesa út úr þessu það sem hann helst vill heyra, en í mínum huga er þetta alls engin staðfesting. Í besta falli taka þeir ekki afstöðu til þessa, en sjálfur les ég þetta þannig að það komi í hlut ríkisins að taka á vandanum við þessar aðstæður.

Í fyrsta lagi, ef þá eru skýrsluhöfundar að benda á að ef kerfislæg hrun ber að, dugi sá stakkur sem Evrópusambandið hafi sniðið Innistæðutryggingasjóði ekki til að kerfið valdi hlutverki sínu óstuddur.

Í öðru lagi er alveg eins hægt að líta svo á að þeir séu þar með að gefa í skyn að kerfið eins og það er í Frakklandi og öðrum löndum með tryggingasjóð dugi ekki til ef stór skellur verður, og má þá e.t.v. túlka sem gagnrýni á tilskipunina að því marki að hún gangi e.t.v. ekki lengra. 

Persónulega er ég hissa á að ríkisstjórnin neiti því að við þurfum að borga þessa lágmarksinnistæðu.

Ég hvet alla til að lesa lögin sem gilda um Innistæðutryggingasjóð: http://www.tryggingarsjodur.is/modules/files/file_group_26/log/log-98-1999-isl.pdf

Þar kemur skýrt fram greiðsluábyrgð okkar:

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð
tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá
greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Þetta hefur alla tíð verið ljóst, alveg sama hvað menn reyna að tala sig bláa um annað.

Samkvæmt II. kafla innistæðutryggingasjóðslaga þá lítur út fyrir að bankar og sparisjóðir muni auk þess þurfa að borga nú í mars væna summu (sem er þó bara dropi í skuldahafið sem orðið er):

"allir viðskiptabankar og sparisjóðir greiða eigi síðar en 1. mars ár hvert gjald til sjóðsins sem nemur 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári, sbr. þó viðmiðunarmörk skv. 1. málsl."

Í næstu málsgrein er ljáð máls á greiðslu sem kemur til í mars:

"Nái heildareign deildarinnar samt ekki tilskildu lágmarki skal hver viðskiptabanki og
sparisjóður leggja fram ábyrgðaryfirlýsingu."

Hvenær eiga Nýi Landsbanki, Glitnir/Íslandsbanki og Kaupþing að greiða?

"Nýr viðskiptabanki eða sparisjóður skal greiða sérstaklega til deildarinnar 1. mars ár hvert
frá því að hann hefur starfsemi hér á landi 0,15% af meðaltali tryggðra innstæðna í
hlutaðeigandi viðskiptabanka eða sparisjóði á næstliðnu ári þar til lágmarki skv. 1. mgr. er
náð."


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílarnir sem þola E10, listinn

Hér er athyglisverð grein um E10 (10% etanól). Bæði útlistar hún margar þær bíltegundir sem framleiðendur treysta til að keyra þessa blöndu, sem og útskýrir hvaða afleiðingar etanólnotkunin hefur.

Ég vildi óska þess að menn beindu athyglinni að hinu raunverulega vandamáli í staðinn fyrir að tala endalaust um fólksbíla.

Vandinn er að koma fólki þaðan sem það er, til þess staðar sem það ætlar. Bifreiðin er aðeins ein leið til þess, bæði dýr og frá umhverfissjónarmiðum  mjög óskilvirk og óhagstæð.


mbl.is Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband