Færsluflokkur: Tölvur og tækni

misskilningur blaðamanns?

Í ræðu Jóhönnu kom fram, að

"Í fyrsta lagi verði þegar á vegum forsætisráðuneytisins undirbúnar tillögur um að sameina verkefni og eftir atvikum fækka þeim ráðuneytum sem hafa með löggjöf á sviði fjármálamarkaðar að gera."

Þetta má skilja eins og blaðamaður gerði, en einnig þannig að færri  ráðuneyti muni eiga aðild því að móta löggjöf fjármálamarkaða.  Þar til skýrar verður að orði kveðið geri ég ráð fyrir hinu síðarnefnda.


mbl.is Samþykkt að fækka ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rugla saman mansali og vændi

Umfjöllunin í fréttinni er ögn ruglingsleg og ég fann því miður ekki neinar vísanir í upprunalegu heimildinni og enga frétt að finna á http://www.stjornarrad.is/ um þetta.

En rifjum upp skilgreiningu á mansali af vef ASÍ(http://eldrivefur.asi.is/upload/files/mansal.doc):

„Mansal felur í sér allar tilraunir eða aðgerðir sem fela í sér að þvinga fólk í vinnu, flytja fólkið innan lands eða yfir landamæri. Að kaupa eða selja fólk, flytja, taka á móti eða hýsa einhvern sem notar blekkingar, kúgun eða ofbeldi í þeim tilgangi að koma einstaklingi fyrir eða halda gegn vilja, gegn gjaldi eður ei, í kúgandi aðstæðum með ofbeldi eða hótunum, eða í eins konar þrælabúðum, í öðru samfélagi en mannsekjan bjó í þegar hún var blekkt, kúguð eða þvinguð til að flytja í nýtt umhverfi.“

 Spurning hvort t.d. erlent verkafólk (sem ekki stundar vændi) muni njóta góðs af þessum aðgerðum?


mbl.is Kaup á vændi verði refsivert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og Hitler málaði rósir

Fréttin um málarameistarann Pútin fannst mér fyndið þar sem Hitler var á sínum tíma fátækur listmálari þar til hann fann sína, 'sönnu köllun'.

Harlan Ellison skrifaði á sínum tíma - 'live', í útvarpsþættinum 25 (mætti sem sagt með ritvélina) einmitt sögu með þessum titli, "Hitler Painted roses". Sagan birtist í smásagnabók hans Strange Wine, og í þessari sögu tekur Hitler upp þetta hobbí í Helvíti.


mbl.is Pútín málar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lagalega séð fölsunarmál?

Ég velti fyrir mér lagalegu hliðinni á þessu. Getur það talist fölsun þegar ekki er til staðar 10.000 kr. seðill hér á landi, hvað þá í líkingu við téðan seðil?


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðað við 305kr/€ þá gæti bílasalan kannski orðið góð


Þetta mun hjálpa einhverjum hér, ekki síst kaupleigufyrirtækjunum sem munu annars sitja uppi með enn meira magn bíla á næstunni.

Verst er fyrir þá aðila sem hugsa sér að selja til útlanda sú staðreynd er markaðurinn úti er líka afskaplega dapur vegna kreppunnar sem er að herja á heiminn allan. Ekki bara Ísland. Salan hefur dregist saman og dæmi um að bílaframleiðandi hafi lokað a.m.k. einni verksmiðju í Evrópu, og að annar hafi haft vikulokun í verksmiðju til að draga úr framleiðslu.


mbl.is Undirbúa bílasölu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tjah, fyrstir ...

Tímasetningin er skemmtileg, s.l. föstudag, þegar 23andme.com, fyrirtæki sem Anne Wojcicki, eiginkona Sergei Bryn yfirGooglara stofnaði, mun á mánudaginn bjóða upp á sömu þjónustu og meira til. Það mun reyndar kosta 14 dollurum meira hjá 23andme en á móti kemur að decodeme auglýsir þetta sem 'introductory price'. 

Google lagði 3.9 milljónir dollara í fyrirtækið - sem er að sjálfsögðu 'peanuts' miðað við það sem landinn hefur lagt í decode. Eitthvað segir mér að það eigi eftir að skila sér betur til Google ...


mbl.is ÍE ætlar að færa erfðafræði nær almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MSN Live: There is no escape

Þar kom að því, eftir að hafa afþakkað pent Windows Live Messenger um langt skeið þá kom að því að mér var meinað að skrá mig inn nema uppfæra. Ég hef dregið það í lengstu lög, einfaldega af því að Messenger 7 fullnægði mínum þörfum hvað spjallsamskiptin varðaði - og mér þykir afskaplega vænt um minnið mitt. Errr, ég meina tölvunnar.

Minnisnotkun nýjasta Messenger er því komin upp í heil 54 MB hjá mér. Ég er þó þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með 2GB, sem væri nokkuð rúmt ef ég væri ekki með nokkur þróunarumhverfi keyrandi á vélinni. Það þarf vart að taka það fram að ég er á XP Pro. Ég væri búinn að skaða sjálfan mig á milljón vegu ef ég þyrfti að keyra Vista á þessari vél. Hún er orðin þriggja ára og ber aldurinn vel, ekki síst því að þakka að ég hef í tvígang stækkað minnið í vélinni.

Ég neita því þó ekki - sssshhh - að ég lít hýru auga til Dual Core vélanna. Hugsanlega verður næsta vélin mín annað hvort Quad-Core eða 45 nm Penryn - það stefnir í að hvoru tveggja verði að veruleika í fartölvunum, hið síðarnefnda þó fyrr.

Eftir að hafa tvöfaldað stærðina á disknum þá ég hef ég loksins aftur pláss til að lauma Linux inn, í þetta skiptið held ég að Ubuntu verði fyrir valinu frekar en Suse. Ég er afskaplega veikur fyrir Beryl, eða Compiz Fusion eins og það heitir í dag. Microsoft Vista á ekkert í það þegar kemur að augnakonfekti. Nammi!


Nolo Contendere - að snúa hlutum í andhverfu sína

"Nolo contendere" er gamall frasi í lagaheiminum sem Sigurgeir er þarna að beita fyrir sér - með þessu er hann einfaldlega að koma í veg fyrir fordæmisgildi þessarar niðurstöðu og koma í veg fyrir að menn bendi á þessa greiðslu sem viðurkenningu Hótel Sögu á að þeir hafi haft rangt við (þó flestum megi ljós vera að svo sé).

 Mér finnst það annars mjög ankannalegt hvernig og hversu margir hafa lagt hönd á plóginn við að styrkja klámiðnaðinn svona veglega, og þá á ég ekki bara við forsvarsmenn Hótel Sögu heldur alla sem sýndu þessu fólki þvílíka fordóma og lögðu sig fram við að leggja stein í götu þeirra.

Ég velti því líka fyrir mér hvort Hótel Saga hefði ekki einfaldlega geta veitt tekjunum af gistingunni til styrktar góðu málefni, eins og t.d. fórnarlömbum kynferðisofbeldis? Ég er viss um að þetta fólk hefði verið mjög ánægt að leggja því málið lið.

Og hver vill mótmæla því að Íslandsdvöl geti haft mannbætandi áhrif...? 


mbl.is Fallast á sáttagreiðslu vegna afboðunar klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Windows Vista XP downgrade

Æ fleiri tölvur  koma nú með Windows Vista. eins mikið og gert hefur verið úr því þá er afraksturinn ekkert sérstaklega spennandi. Því er þó verr að möguleikar til að 'downgrade'-a, hafi tölvan komið með Vista, bara í boði þeim sem fengið hafa Vista Business og Ultimate. Öðrum býðst einungis þeir kostir að lifa með Vistunni eða kaupa XP Pro fyrir 15-20 þúsund krónur.

Eins og segir í word skjali hjá Microsoft: 

"Rights to OEM versions of systems software are granted in the OEM License Terms. The OEM License Terms for most OEM versions of systems software do not grant downgrade rights. The exception is the OEM License Terms for Microsoft Windows XP Professional, Windows Vista Business, and Windows Vista Ultimate, which grant downgrade rights. See the full text of the OEM License Termsfor the specific downgrade rights." 

Fyrir þann pening er svo alveg eins hægt að 'uppfæra' upp í Windows Vista Ultimate, og 'downgrade'-a síðan niður í XP Pro. Kosturinn við þá leið er að geta haldið sér í XP Pro en eiga inni leyfi fyrir Vista ef eitthvert vit er í því síðar meir að skipta í það.

Fyrir Microsoft þá skráist þetta svo sem Vista sala og bætir því sölutölur þess. Allir 'græða'...

 Eða þannig.


Næsta síða »

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband