Er þetta lagalega séð fölsunarmál?

Ég velti fyrir mér lagalegu hliðinni á þessu. Getur það talist fölsun þegar ekki er til staðar 10.000 kr. seðill hér á landi, hvað þá í líkingu við téðan seðil?


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Sigurðarson

Já get ekki betur séð en þetta fari í bága við 155. gr. hegningarlaga nr. 19/1940

,,153. gr. Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út meðal manna hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög peningum eða verðbréfum, sem ætluð eru til þess að ganga manna á milli."

Ragnar Sigurðarson, 5.11.2008 kl. 12:29

2 identicon

Peningafölsunarlögin eru mjög víðtæk. Sem dæmi fékk Latibær ábendingu um að Latabæjarpeningarnir væru ekki nógu barnalegir í útliti, þannig að hugsanlegt væri að þeir brytu í bága við peningafölsunarlög. Það kom aldrei til kastanna því Latibær einfaldlega breytt þeim og skýrðu skilmálana eitthvað.

Ofan á það er íslenskum lögum framfylgt, og dæmt samkvæmt þeim, meira eða minna samkvæmt geðþótta framkvæmda- og dómsvaldsins. Það er lítið sem ekkert í íslenskum lögum á hreinu, enda væru 90% lögfræðinga atvinnulausir ef venjulegur borgari hefði minnsta séns á að vita hvernig lögin séu í raunveruleikanum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:32

3 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Ég spyr:  Ef ég borga með Matador peningum og einhver í búðinni er nægilega vitlaus að taka við þessum seðlum, er ég þá sekur fyrir fölsun?

Höskuldur Sæmundsson, 5.11.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Maður kemur inn í búð með listaverk og skiptir listaverkinu fyrir mat og smá pening...

Mér finnst hann eigi að vera settur á listamannalaun...

Nei, það eru svik að koma með eitthvað og villa um fyrir fólki..nú geta þeir loksins hætt kaffiþambinu og sitja og leggja kabal löggan.

það eru horfnir 200 milljarðar og það hreyfist ekki litlifingur á neinni löggu, núna geta þeir elt þennan með 10 þúsund kallin í staðinn...Seðillinn getur valdið verðbólgu og allt mögulegt. Safnarar álíta seðilinn 150 þús krónu virði strax, og hann gæti farið hækkandi....þannig að búðin á seðilinn þ.e. listaverkið og er þegar búin að græða stórfé af fátækum listamanni...ætli Davíð bjóði ekki hæst..

Óskar Arnórsson, 5.11.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband