Færsluflokkur: Tölvur og tækni
27.5.2007 | 14:00
Coke með Zero E211?
E211 er að finna meðal annars í Sprite, Fanta, Sunkist, Dr Pepper og Coke Zero. Venjulegt Coke er án aspartams, og ef hægt er að taka umbúðirnar trúanlegar, einnig E211 frítt.
Hvað varðar E211, eða Sodium Benzoate, eins og það heitir, þá er það að vísu að finna í náttúrunni í trönuberjum, sveskjum, kanil og eplum. Allt er þetta þó spurning um magn og samsetningar. Það er jú vitað að blanda E211 og C-vítamíns getur myndað krabbameinsvaldandi efni.
Leyfilegt magn E211 í Bandaríkjunum er 0.1% af þyngd vöru, og þó getur magn þess í lífrænt ræktuðum trönuberjum og sveskjum hugsanlega farið fram úr þeim mörkum.
Sjálfur vil ég helst hafa sem minnst af aukaefnum. Hvað veldur því síðan að sumir gosdrykkir innihalda það en aðrir gosdrykkir ekki, átta ég mig ekki á.
Ný rannsókn: Rotvarnarefni í gosdrykkjum gæti haft skaðleg áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt 28.5.2007 kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 13:12
Líftíminn stuttur
Þetta hentar tískufatnaði einstaklega vel, því það sem ekki kemur fram í fréttinni er að um er að ræða svokallaðan OLED skjá. O-ið stendur fyrir Organic, þ.e.a.s. lífrænt, og þó allt sé vænt sem vel er grænt þá veldur það hér vanda.
Líftími blárra OLED pixla er ekki nema 5.000 klst. í dag - það er um sjö mánuðir við fulla notkun, og innan við 2 ár með 8 tíma daglega notkun.
Á hinn bóginn hafa OLED skjáir óneitanlega kosti, þeir hafa m.a. hafa ekki eins takmarkað sjónarhorn og LCD skjáir, og geta sýnt alvöru svartan lit.
Það gera þeir straumlaust þar sem ólíkt venjulegum flatskjám sem nota baklýsingu þá er engin slík í OLED skjám, pixlarnir sjálfir geisla út litnum. Venjulegir flatskjáir senda baklýsinguna í gegnum litaða pixla sem breyta þannig litnum á pixlunum.
Sjónvarp í föt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2007 | 01:24
Erase and Rewind
Microsoft stærir sig af mikilli sölu en staðreyndin er þó sú að þessar tölur eru villandi.
Það er nefnilega ekki eins og neytendur hafi alltaf um að velja að fá áfram XP með nýjum tölvum kjósi þeir svo. Stórfyrirtækin aftur á móti hafa áskriftarsamninga og geta tölvudeildir þeirra einfaldlega straujað vélarnar og skellt gamla XP Pro yfir í staðinn fyrir Vista.
Að launum uppskera þeir minni vandamál því reklavandinn er skæður. Nógu erfitt er að fá Vista rekla fyrir vélbúnað sem enn er framleiddur, svo ég tali nú ekki um þann vélbúnað sem hætt er að framleiða og þann sem framleiðendur hafa hætt að styðja.
Svo má nefna óþægilegar staðreyndir varðandi orkuþörf Vista - bæði krefst Vista meira minnis (er furða að demo-vélar MS hafi verið með 4GB?) og meiri vinnslugetu af skjákortinu, ætli menn sér að nýta aðalsölupunkt nýja stýrikerfisins.
Ég leit á Vista í tölvuverslun um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum. Öll þessi bið og mæring og í raun er lítið sem eftir situr annað en örlítið augnakonfekt; nýja skráarkerfinu sem átti að koma með Vista var hent út og það á við um fleiri nýjungar sem birtast áttu í Vista.
Ég held ég skoði í fyrsta lagi Vista uppfærslu að ári - en eins og er er ekkert sem þrýstir á uppfærslu.
40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar