13.9.2007 | 20:54
MSN Live: There is no escape
Þar kom að því, eftir að hafa afþakkað pent Windows Live Messenger um langt skeið þá kom að því að mér var meinað að skrá mig inn nema uppfæra. Ég hef dregið það í lengstu lög, einfaldega af því að Messenger 7 fullnægði mínum þörfum hvað spjallsamskiptin varðaði - og mér þykir afskaplega vænt um minnið mitt. Errr, ég meina tölvunnar.
Minnisnotkun nýjasta Messenger er því komin upp í heil 54 MB hjá mér. Ég er þó þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með 2GB, sem væri nokkuð rúmt ef ég væri ekki með nokkur þróunarumhverfi keyrandi á vélinni. Það þarf vart að taka það fram að ég er á XP Pro. Ég væri búinn að skaða sjálfan mig á milljón vegu ef ég þyrfti að keyra Vista á þessari vél. Hún er orðin þriggja ára og ber aldurinn vel, ekki síst því að þakka að ég hef í tvígang stækkað minnið í vélinni.
Ég neita því þó ekki - sssshhh - að ég lít hýru auga til Dual Core vélanna. Hugsanlega verður næsta vélin mín annað hvort Quad-Core eða 45 nm Penryn - það stefnir í að hvoru tveggja verði að veruleika í fartölvunum, hið síðarnefnda þó fyrr.
Eftir að hafa tvöfaldað stærðina á disknum þá ég hef ég loksins aftur pláss til að lauma Linux inn, í þetta skiptið held ég að Ubuntu verði fyrir valinu frekar en Suse. Ég er afskaplega veikur fyrir Beryl, eða Compiz Fusion eins og það heitir í dag. Microsoft Vista á ekkert í það þegar kemur að augnakonfekti. Nammi!
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 14.9.2007 kl. 20:55 | Facebook
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.