26.5.2007 | 13:12
Líftíminn stuttur
Þetta hentar tískufatnaði einstaklega vel, því það sem ekki kemur fram í fréttinni er að um er að ræða svokallaðan OLED skjá. O-ið stendur fyrir Organic, þ.e.a.s. lífrænt, og þó allt sé vænt sem vel er grænt þá veldur það hér vanda.
Líftími blárra OLED pixla er ekki nema 5.000 klst. í dag - það er um sjö mánuðir við fulla notkun, og innan við 2 ár með 8 tíma daglega notkun.
Á hinn bóginn hafa OLED skjáir óneitanlega kosti, þeir hafa m.a. hafa ekki eins takmarkað sjónarhorn og LCD skjáir, og geta sýnt alvöru svartan lit.
Það gera þeir straumlaust þar sem ólíkt venjulegum flatskjám sem nota baklýsingu þá er engin slík í OLED skjám, pixlarnir sjálfir geisla út litnum. Venjulegir flatskjáir senda baklýsinguna í gegnum litaða pixla sem breyta þannig litnum á pixlunum.
Sjónvarp í föt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Laurent! Langt síðan að ég hef rekist á þig. :)
Varðandi líftímann, þá er það vissulega í góðu lagi hvað varðar tískufötin. Þau eru nefnilega verulega skammlíf. Það sem þykir móðins í dag er úrelt á morgun, eða þar um bil.
Sigurður Axel Hannesson, 26.5.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.