Færsluflokkur: Vísindi og fræði
18.11.2007 | 12:18
tjah, fyrstir ...
Tímasetningin er skemmtileg, s.l. föstudag, þegar 23andme.com, fyrirtæki sem Anne Wojcicki, eiginkona Sergei Bryn yfirGooglara stofnaði, mun á mánudaginn bjóða upp á sömu þjónustu og meira til. Það mun reyndar kosta 14 dollurum meira hjá 23andme en á móti kemur að decodeme auglýsir þetta sem 'introductory price'.
Google lagði 3.9 milljónir dollara í fyrirtækið - sem er að sjálfsögðu 'peanuts' miðað við það sem landinn hefur lagt í decode. Eitthvað segir mér að það eigi eftir að skila sér betur til Google ...
ÍE ætlar að færa erfðafræði nær almenningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 19.11.2007 kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 20:49
Sem betur fer, eða þannig
Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi, en hvað myndi jú gerast ef þau héldu því áfram? Ekki er það skárri kostur, því með auknum koltvísýringi í hafinu verður það súrara. Ef þið vitið hvað sykur og kolsýra gera tönnunum (t.d. Coca Cola...) þá hafið þið e.t.v. einhverja hugmynd um hvaða áhrif það hefur á lífríkið í sjónum, t.d. kóralrif, eins og þessi grein á WashingtonPost.com bendir á.
Það er þó skárra að dæla þessu niður í bergið eins og menn eru að spá í að gera hér á landi frekar en að fara dæla sérstaklega CO2 í höfin og gera þau enn súrari.
Úthöfin drekka í sig minna af koltvísýringi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar