12.9.2009 | 20:21
Rányrkja eða sveppabúskapur?
Ekki veit ég hvort aðrar forsendur eru hér á Íslandi, en samkvæmt mínum 'kokkabókum' þá á alltaf að nota sveppahníf til að skera sveppina frekar en að rífa þá upp.
Ef þeir eru rifnir upp, er hætt við því að sveppavefurinn (mycelium) undir sveppnum skaðist.
Ef sveppurinn er á hinn bóginn skorinn, þá getur annar sveppur vaxið upp af því, jafnvel sprottið innan nokkurra daga í tilfelli sumra sveppategunda.
Góð umgengni við auðlind er lykilatriði í nýtingu þeirra. Hver svo sem hún er.
Sveppatínsla frábært fjölskyldusport | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2009 | 02:03
Seðlabankinn niðurgreiðir gjaldeyri og vaxtagreiðslur útlendinga
Með handstýrðu gengi, gjaldeyrishöftum og hripleku eftirliti heldur Seðlabankinn áfram að niðurgreiða erlendan gjaldeyri, ekki einungis fyrir okkur Íslendinga, heldur alla þá aðila sem hafa tök á að koma gjaldeyri undan.
Ljóst er að gengi krónunnar er of hátt, engum dylst að það mundi síga þónokkuð ef höftunum væri aflétt.
Það er þess vegna grátlegt til þess að hugsa, að í raun er Seðlabanki Íslands að niðurgreiða gjaldeyri til þeirra aðila sem undanþágu hafa frá gjaldeyrishöftum til að flytja vexti sína úr landi, á meðan að almenningur er fastur í krónunni.
Krónueign útlendinga minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 11:35
Borgarahreyfingin orðin pólitísk?
Svo virðist sem þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli sér að nota ESB málið sem skiptimynt í Icesave málinu.
Þetta hljómar í mínum eyrum sem að pólitík sé að taka við af því ópólitísku hugsjónastarfi sem Þráinn Bertelsson Borgarahreyfingarþingmaður talaði svo um fyrir kosningar.
Hvað næst?
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 09:59
Óþægilegur sannleikur
Margir fárast yfir íbúðaverðslækkun, en hinn óþægilegi sannleikur er sá að þessi leiðrétting hefur verið fyrirsjáanleg alveg síðan 2005.
Vísir að henni mátt þegar sjá um mitt árið 2003, þegar bilið milli neysluverðsvísitölunnar og húsnæðisverðs fór að aukast, en árið 2005 hefði það átt að vera augljóst hverjum sem sjá vildi að leiðrétting væri óhjákvæmileg, hvort sem hún yrði í gegnum verðlækkun eða verðbólgu.
Hér að neðan má sjá þróun vísitölu neysluverðs, og húsnæðisverðs. Fyrri myndin sýnir vísitölurnar fram til janúars, en sú seinni þar sem ég hef fært aðra vísitöluna niður til að hafa sama upphafspunkt, til að þróunin sé ljósari. Ég uppfæri þetta kannski seinna með þróun frá áramótum.
Fyrir rúmum tveimur árum spáði ég því að húsnæðisverðs myndi hefja lækkun upp á 30% innan 18 mánaða. Ég viðurkenni að her var um vanmat að ræða, og við bankahrunið leiðrétti ég það upp í 40-50%, sem er á svipuðu róli og Seðlabankinn spáði fyrir um eftir hrunið.
Það var að vissu leyti ánægjulegt (þó blóðugt sé) að sjá spá frá Seðlabankanum á svipuðu róli, þar sem hún hafði þó þá einhvern vott af trúverðugleika. Mér hefur lítið þótt verið að marka spár greiningadeilda bankanna sem lofuðu gulli og grænum fasteignaskógum svo langt sem augað eygði.
Íbúðaverð lækkar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 09:56
misskilningur blaðamanns?
Í ræðu Jóhönnu kom fram, að
"Í fyrsta lagi verði þegar á vegum forsætisráðuneytisins undirbúnar tillögur um að sameina verkefni og eftir atvikum fækka þeim ráðuneytum sem hafa með löggjöf á sviði fjármálamarkaðar að gera."
Þetta má skilja eins og blaðamaður gerði, en einnig þannig að færri ráðuneyti muni eiga aðild því að móta löggjöf fjármálamarkaða. Þar til skýrar verður að orði kveðið geri ég ráð fyrir hinu síðarnefnda.
Samþykkt að fækka ráðuneytum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 16:48
Að rugla saman mansali og vændi
Umfjöllunin í fréttinni er ögn ruglingsleg og ég fann því miður ekki neinar vísanir í upprunalegu heimildinni og enga frétt að finna á http://www.stjornarrad.is/ um þetta.
En rifjum upp skilgreiningu á mansali af vef ASÍ(http://eldrivefur.asi.is/upload/files/mansal.doc):
Mansal felur í sér allar tilraunir eða aðgerðir sem fela í sér að þvinga fólk í vinnu, flytja fólkið innan lands eða yfir landamæri. Að kaupa eða selja fólk, flytja, taka á móti eða hýsa einhvern sem notar blekkingar, kúgun eða ofbeldi í þeim tilgangi að koma einstaklingi fyrir eða halda gegn vilja, gegn gjaldi eður ei, í kúgandi aðstæðum með ofbeldi eða hótunum, eða í eins konar þrælabúðum, í öðru samfélagi en mannsekjan bjó í þegar hún var blekkt, kúguð eða þvinguð til að flytja í nýtt umhverfi.
Spurning hvort t.d. erlent verkafólk (sem ekki stundar vændi) muni njóta góðs af þessum aðgerðum?
Kaup á vændi verði refsivert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 13:29
Einkennileg frétt
Ég get ekki annað en sett mig í samsærisgírinn til að ná einhverju viti í þessa frétt um tímabundið landamæraeftirlit.Eins og er þá er brainstorm-listinn nokkuð stuttur:
- Aðilar sem hafa harma að hefna hafa sett fé til höfuðs íslenskum fjárglæframönnum
- Grínpísarar ætla að sprengja hvalveiðiskipin
- Dóms- og kirkjumálaráðherra vill dreifa athygli okkar aðeins frá því hvað efnahagsútlitið er biksvart framundan með krimmatrylli
- Gera á Ísland að einu, stóru, skuldafangelsi þaðan sem enginn sleppur næstu öldina
- Neyða Hell's Angels meðlimi til að synda til landsins ellegar halda sig heima fyrir þessa helgina
Aukið eftirlit í Leifsstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2009 | 16:55
Skúffuskýrsluhöfundur í peningastefnunefnd
Á mbl.is er sagt frá því að Gylfi Zoëga og Anne Sibert hafi verið skipuð í peningastefnunefnd.
Anne Sibert þessi er meðhöfundur Willem H. Buiter að skýrslunni ógurlegu um stöðu bankanna (The Icelandic banking crisis and what to do about it - http://www.cepr.org/pubs/PolicyInsights/PolicyInsight26.pdf), sem stungið var undir stól en var birt eftir fall bankanna.
Ég fagna þessari skipun og vona að erlendis líti menn þetta jákvæðum augum og tákn um breytta tíma.
Gylfi og Sibert skipuð í peningastefnunefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2009 | 11:47
West Ham: keypt á 85 millj.punda, selt á 90(?)
Fjárfestar frá Asíu að kaupa West Ham? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 20:15
Frumlyf eða samheitalyf?
Þessi hraðsoðna frétt um lyfjaverð vekur óneitanlega upp spurningar hjá mér. Hvað segja þessar niðurstöður? Ég geri mér ekki grein fyrir því. Til þess er of margt óljóst.
Erum við að tala um veltuhæstu lyf óháð stöðu sem frum- eða samheitalyfs? Eru íslenskir læknar að vísa fólki á hagstæðustu lyfin?
Fyrir mér myndi það skipta álíka miklu máli hvort öll frumlyf eru ódýrust hér á Íslandi, og hvort Ferrari F40 sé ódýrastur á Íslandi. Ég ímynda mér alla vega að þegar sjúklingar horfa í verð lyfja á annað borð, þá kjósi þeir frekar ódýrari lyf sé þess kostur.
Ég sakna þess að Lyfjagreiðslunefnd gefi ekki upp hvort um frumlyf eða samheitalyf sé að ræða í þessu yfirliti sínu.
Og .... í stað þess að taka til verð á veltuhæstu pakkningum innanlands ... hvernig væri að snúa þessu við og sýna verð hér miðað við veltuhæstu lyf t.d. í Svíþjóð?
3 af 35 ódýrust á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar