Beinagrindur í bönkunum

Í júlí bárust fréttir af veðköllum fjármálafyrirtækja. Í kjölfar bankahrunsins hefur þögnin á þessu sviði komið mér á óvart. Er Fjármálaeftirlitið of upptekið við að leysa stærri vandamál innan bankanna? Kannski er það út af beinagrindunum sem mig grunar að séu faldar í 'eignum' bankanna. Ég hef svosem ekkert haldbært fyrir mér í þessu, en einhvern veginn grunar mig að þónokkrir hluthafar í bönkunum séu eignalaus eða eignalítil einkahlutafélög sem hafi ekki aðrar eignir en hlutafé í bankanum sem veðsett er í láni hjá bankanum á móti. Fyrir eiganda einkahlutfélagsins þá var þetta kjörstaða: möguleikar á miklum gróða, með lítilli áhættu (fyrir utan stofnkostnað einkahlutafélagsins). Spurningin er hvaða veðhlutfall bankarnir voru tilbúnir til að samþykkja í eigin bréf. Ekki er hægt að krefja eiganda hlutafélagsins um skuldir þess, og þar sitja þau betur en Jón Jónsson sem kaupir þau út á sína kennitölu. Ef eitthvað er hæft í þessum getgátum, þá þýðir það að 'góðu' fréttirnar eru þær að allt hlutafé hluthafa er ekki tapað, þar sem það var aldrei greitt. Slæmu fréttirnar eru þær að eignir bankanna eru að einhverju leyti ofmetnar...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband