Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Seðlabankinn niðurgreiðir gjaldeyri og vaxtagreiðslur útlendinga

Með handstýrðu gengi, gjaldeyrishöftum og hripleku eftirliti heldur Seðlabankinn áfram að niðurgreiða erlendan gjaldeyri, ekki einungis fyrir okkur Íslendinga, heldur alla þá aðila sem hafa tök á að koma gjaldeyri undan.

Ljóst er að gengi krónunnar er of hátt, engum dylst að það mundi síga þónokkuð ef höftunum væri aflétt.

Það er þess vegna grátlegt til þess að hugsa, að í raun er Seðlabanki Íslands að niðurgreiða gjaldeyri til þeirra aðila sem undanþágu hafa frá gjaldeyrishöftum til að flytja vexti sína úr landi, á meðan að almenningur er fastur í krónunni.


mbl.is Krónueign útlendinga minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægilegur sannleikur

Margir fárast yfir íbúðaverðslækkun, en hinn óþægilegi sannleikur er sá að þessi leiðrétting hefur verið fyrirsjáanleg alveg síðan 2005.

Vísir að henni mátt þegar sjá um mitt árið 2003, þegar bilið milli neysluverðsvísitölunnar og húsnæðisverðs fór að aukast, en árið 2005 hefði það átt að vera augljóst hverjum sem sjá vildi að leiðrétting væri óhjákvæmileg, hvort sem hún yrði í gegnum verðlækkun eða verðbólgu.

Hér að neðan má sjá þróun vísitölu neysluverðs, og húsnæðisverðs. Fyrri myndin sýnir vísitölurnar fram til janúars, en sú seinni þar sem ég hef fært aðra vísitöluna niður til að hafa sama upphafspunkt, til að þróunin sé ljósari. Ég uppfæri þetta kannski seinna með þróun frá áramótum.

 Fyrir rúmum tveimur árum spáði ég því að húsnæðisverðs myndi hefja lækkun upp á 30% innan 18 mánaða. Ég viðurkenni að her var um vanmat að ræða, og við bankahrunið leiðrétti ég það upp í 40-50%, sem er á svipuðu róli og Seðlabankinn spáði fyrir um eftir hrunið.

Það var að vissu leyti ánægjulegt (þó blóðugt sé) að sjá spá frá Seðlabankanum á svipuðu róli, þar sem hún hafði þó þá einhvern vott af trúverðugleika. Mér hefur lítið þótt verið að marka spár greiningadeilda bankanna sem lofuðu gulli og grænum fasteignaskógum svo langt sem augað eygði.

 

Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
mbl.is Íbúðaverð lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúffuskýrsluhöfundur í peningastefnunefnd

Á mbl.is er sagt frá því að Gylfi Zoëga og Anne Sibert hafi verið skipuð í peningastefnunefnd.

Anne Sibert þessi er meðhöfundur Willem H. Buiter að skýrslunni ógurlegu um stöðu bankanna (The Icelandic banking crisis and what to do about it - http://www.cepr.org/pubs/PolicyInsights/PolicyInsight26.pdf), sem stungið var undir stól en var birt eftir fall bankanna.

Ég fagna þessari skipun og vona að erlendis líti menn þetta jákvæðum augum og tákn um breytta tíma.


mbl.is Gylfi og Sibert skipuð í peningastefnunefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

West Ham: keypt á 85 millj.punda, selt á 90(?)

Upplýsingar sem gjarnan hefðu mátt koma í þessari frétt er að samkvæmt frétt mbl á sínum tíma gekk Eggert frá kaupunum á West Ham fyrir 85 milljónir punda (um 3 milljarðar króna) ásamt yfirtöku á 22,5 milljónum punda skulda, í nóvember 2006. Í dag virðist ætlað söluverð vera 90 milljónir punda, um 14,5 milljarðar króna.
mbl.is Fjárfestar frá Asíu að kaupa West Ham?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið 'styrkist', en hver er veltan?

Fréttir af þróun gengis hafa lítil áhrif á mig, því ævinlega koma engar upplýsingar fram um veltuna, né hvort Seðlabankinn sé að grípa inn í.

Mér þykir því lítið mark takandi á þessu skráðu gengi.

Svo maður tali nú ekki um gjaldeyrishöftin...


mbl.is Bandaríkjadalur niður fyrir 120 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veittu fólki lán en tóku ekki áhættu

Setjum þetta í samhengi. Frá því 2006, ef ekki löngu fyrr, hefur bönkum verið fullljóst að krónan var ofmetin, og ég man ekki betur en nokkrir stjórnendur bankanna hafi sagt það. Þó héldu þeir áfram að bjóða myntkörfulán til sinna skjólstæðinga.

Þeir sáu að það var meiri fengur í erlendri mynt, en til þess þurftu þeir að losa sig við krónurnar sínar til einhverra aðila á móti.

Í landi hárra vaxta sáu fjármálafyrirtæki einnig fram á stjarnfræðilegan hagnað með því að taka að láni í Japan og öðrum lágvaxtaríkjum fé, og lána hér innanlands á mun hærri vöxtum. Því meira sem lánað var því meiri var hagnaðurinn.

EN....

"blessuð krónan, hvað ef hún fellur? Ekki mun hún styrkjast, útflutningsatvinnuvegir þola varla sterkari krónu."

Hvað er þá til ráða?

Einfalt.

Fjármálafyrirtækin einfaldlega lánuðu í erlendri mynt, og vörpuðu þannig gengisáhættunni yfir á viðskiptavininn, sem var þannig orðinn að gjaldeyrisspákaupmanni án þess að hafa til þess nokkra menntun.

Þetta gat bara ekki klikkað.

Löglegt? Ja, er það ekki...?


mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beinagrindur í bönkunum

Í júlí bárust fréttir af veðköllum fjármálafyrirtækja. Í kjölfar bankahrunsins hefur þögnin á þessu sviði komið mér á óvart. Er Fjármálaeftirlitið of upptekið við að leysa stærri vandamál innan bankanna? Kannski er það út af beinagrindunum sem mig grunar að séu faldar í 'eignum' bankanna. Ég hef svosem ekkert haldbært fyrir mér í þessu, en einhvern veginn grunar mig að þónokkrir hluthafar í bönkunum séu eignalaus eða eignalítil einkahlutafélög sem hafi ekki aðrar eignir en hlutafé í bankanum sem veðsett er í láni hjá bankanum á móti. Fyrir eiganda einkahlutfélagsins þá var þetta kjörstaða: möguleikar á miklum gróða, með lítilli áhættu (fyrir utan stofnkostnað einkahlutafélagsins). Spurningin er hvaða veðhlutfall bankarnir voru tilbúnir til að samþykkja í eigin bréf. Ekki er hægt að krefja eiganda hlutafélagsins um skuldir þess, og þar sitja þau betur en Jón Jónsson sem kaupir þau út á sína kennitölu. Ef eitthvað er hæft í þessum getgátum, þá þýðir það að 'góðu' fréttirnar eru þær að allt hlutafé hluthafa er ekki tapað, þar sem það var aldrei greitt. Slæmu fréttirnar eru þær að eignir bankanna eru að einhverju leyti ofmetnar...

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband