15.7.2009 | 11:35
Borgarahreyfingin orðin pólitísk?
Svo virðist sem þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar ætli sér að nota ESB málið sem skiptimynt í Icesave málinu.
Þetta hljómar í mínum eyrum sem að pólitík sé að taka við af því ópólitísku hugsjónastarfi sem Þráinn Bertelsson Borgarahreyfingarþingmaður talaði svo um fyrir kosningar.
Hvað næst?
Bregðast trausti kjósenda" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Laurent Friðrik Arthur Somers
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
er það ekki merki um að hún sé orðin pólitísk þegar hún er að verða eins miðstýrð og raunin virðist vera?
Fannar frá Rifi, 15.7.2009 kl. 11:37
"Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum. Stefna einangrunarsinnana einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg. Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis." - Þór Saari fyrir kosningar
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:58
Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.
Flóknara er það ekki.
Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.
Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.
Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.
Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.
Hvað viltu gera?
Kv.Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:08
Ekkert stjórmálaafl er ópólitískt. Ekki einu sinni Borgaraflokkurinn þó svo hann hafi boðið sig fram sem slíkur.
Allir sem taka afstöðu til þjóðmála eru pólitískir.
Pólitík er það sem í daglegu tali er kallað stjórnmál.
Og þar af leiðandi eru þeir pólitíksir sem taka afstöðu til stjórnmála dagsins og bjóða fram til þings og ná kjöri.
Enginn þingmaður (þar áður frambjóðandi) er ópólitískur, ekki einu sinni Þráinn Bertelsson
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.