Veittu fólki lán en tóku ekki áhættu

Setjum þetta í samhengi. Frá því 2006, ef ekki löngu fyrr, hefur bönkum verið fullljóst að krónan var ofmetin, og ég man ekki betur en nokkrir stjórnendur bankanna hafi sagt það. Þó héldu þeir áfram að bjóða myntkörfulán til sinna skjólstæðinga.

Þeir sáu að það var meiri fengur í erlendri mynt, en til þess þurftu þeir að losa sig við krónurnar sínar til einhverra aðila á móti.

Í landi hárra vaxta sáu fjármálafyrirtæki einnig fram á stjarnfræðilegan hagnað með því að taka að láni í Japan og öðrum lágvaxtaríkjum fé, og lána hér innanlands á mun hærri vöxtum. Því meira sem lánað var því meiri var hagnaðurinn.

EN....

"blessuð krónan, hvað ef hún fellur? Ekki mun hún styrkjast, útflutningsatvinnuvegir þola varla sterkari krónu."

Hvað er þá til ráða?

Einfalt.

Fjármálafyrirtækin einfaldlega lánuðu í erlendri mynt, og vörpuðu þannig gengisáhættunni yfir á viðskiptavininn, sem var þannig orðinn að gjaldeyrisspákaupmanni án þess að hafa til þess nokkra menntun.

Þetta gat bara ekki klikkað.

Löglegt? Ja, er það ekki...?


mbl.is Veittu fólki lán en veðjuðu á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir við almennu borgarar og neytendur sem vorum svikin með gengislánum:Látum ekki svindla á okkur.  Kynnum rétt okkar í heimasíðu bæði Neytendastofu (neytendastofa.is) og Talsmanns Neytenda (tn.is).  Hefjum hópmál gegn svindlurunum. 

EE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband