Að rugla saman mansali og vændi

Umfjöllunin í fréttinni er ögn ruglingsleg og ég fann því miður ekki neinar vísanir í upprunalegu heimildinni og enga frétt að finna á http://www.stjornarrad.is/ um þetta.

En rifjum upp skilgreiningu á mansali af vef ASÍ(http://eldrivefur.asi.is/upload/files/mansal.doc):

„Mansal felur í sér allar tilraunir eða aðgerðir sem fela í sér að þvinga fólk í vinnu, flytja fólkið innan lands eða yfir landamæri. Að kaupa eða selja fólk, flytja, taka á móti eða hýsa einhvern sem notar blekkingar, kúgun eða ofbeldi í þeim tilgangi að koma einstaklingi fyrir eða halda gegn vilja, gegn gjaldi eður ei, í kúgandi aðstæðum með ofbeldi eða hótunum, eða í eins konar þrælabúðum, í öðru samfélagi en mannsekjan bjó í þegar hún var blekkt, kúguð eða þvinguð til að flytja í nýtt umhverfi.“

 Spurning hvort t.d. erlent verkafólk (sem ekki stundar vændi) muni njóta góðs af þessum aðgerðum?


mbl.is Kaup á vændi verði refsivert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ignito

Gott hjá þér að benda á þetta.  Það er greinilegt að í umræðunum hér virðist vera einblínt á kynlífshlutann.

Ignito, 17.3.2009 kl. 17:33

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þar sem mannsal finnst á netinu ættum við að banna internetið samkvæmt þessari röksemdarfærslu ... þvílíkur fíflagangur hjá Ástu, enda fékk hún það sem hún átti skilið í prófkjörinu, og ef hún heldur að þetta smali atkvæðum þá tel ég það afar hæpið.

Sævar Einarsson, 17.3.2009 kl. 19:35

3 identicon

Alveg rétt hjá þér. Að banna eitthvað eins og vændi er engin lausn á neinu og ef eitthvað mun einungis auka mannsal, því með því að gera þetta ólöglegt ertu einungis að gefa svarta markaðnum þennan markað. Fólk fer ekki eftir lögum sem það er ekki sammála. Ætti að vera augljóst en svo virðist ekki vera.

Eiríkur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:00

4 identicon

Ég er ansi hrædd um að þetta snúist minnst um mannréttindi en meira um tepruskap. Hættan á því að einhver kall fái að góna á píku veldur allavega meiri taugatitringi en mál flóttamannanna 6 sem fyrir 2 vikum var neitað um athvarf á Íslandi. Þeirra á meðal er Elyas vinur minn sem verður líklega sendur aftur til Afghanistan þar sem Talíbanar munu láta hann hverfa. Ég hef ekki heyrt neinn mannréttindafrömuð æsa sig yfir því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Laurent Friðrik Arthur Somers

Höfundur

Laurent Somers
Laurent Somers
Forritari og listanna maður
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð-núllað
  • Neysluverðsvísitala - húsnæðisverð
  • compiz-fusion

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 388

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband